Klaufastelpan ég

Ég get verið svo mikil klaufastelpa. Sat í morgun með kaffi í annari, sígó í hinni og dagblað á borðinu. Í hvíta náttsloppnum mínum. Svo hringdi síminn og mér brá geðveikt. Sullaði kaffinu yfir dagblaðið og sem verra er yfir náttsloppinn. Hann var bara ein svakaleg kaffisletta. Kaffið var heitt og sloppurinn varð blautur af heitu kaffinu. Það var svo furðulegt að það var bara notalegt að vera skyndilega í kaffiheitum slopp. Þurfti að taka vandlega sturtu á það - vona að sloppurinn sé ekki skemmdur, svona silkiblanda einhver - svaka þægilegur. Annars var bara kósí að sitja í stólnum undir sturtunni og láta vatnið lemja á höfðinu, öxlunum og brjóstunum í soldna stund. Ég elska líka lyktina af nýju sápunni minni.

Svo tróð ég mér í fínu gallabuxurnar, sem sína bytheway línurnar mínar ansi hreint vel. Ætli verði ekki aðeins kíkt á mig í dag? :) NOT! Og svo ætla að hanga með mömmu í dag. Kannski förum við að versla eitthvað fallegt á okkur ef mamma er í góðu skapi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband