Færsluflokkur: Lífstíll
18.9.2008 | 01:16
Krútt í Ísrael
Ég verð bara að segja að það er yndislegt að við getum orðið forsetar og formenn stjórnmálaflokka ef okkur segir svo hugur....áfram krútt. Girl Power
Livni kjörin leiðtogi Kadima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 00:49
Eins og ný kjélling
Æ já. Nú er ég sko loksins byrjuð að færa orð mín til bókar á nýjan leik. Í dálítinn tíma hefur mig ekki langað að deila mér með ykkur. En hví ekki - hví ekki að leyfa ykkur að njóta mín. Ég vona að einhverjir komi til með að lesa um líf mitt og langanir - ég elska þegar ég fæ að deila með ykkur einhverju sem skiptir aðra máli.
Annars var ég að fá gallabuxurnar í dag. Þetta eru svona ÐÍ GALLABUXUR. Það var tekið mót af mér í Atomic Jeans í London í sumar - var klædd í eitthvað latex líki í svona 30 mínútur og úr því varð eins konar afsteypa af neðri hlutanum af mér. Svo var mótið tilbúið og í framhaldinu sérsaumaðar á mig gallabuxur sem fitta algjörlega á mitt boddí. Ég var reyndar últra stressuð að þeir myndu ekki alveg passa, því línurnar breytast á ótrúlega skömmum tíma í minni sveit. En HJÚKK - þær smella eins og flís við rass. Mér líður eins og ég sé ný kjélling. Er að hugsa um að sýna mig í þeim á morgun - hvort ég verð í pink-naríum innan klæða er mitt að vita.... :) Held að mamma verði soldið abbó að sjá þessar buxur - vona að hún éti þær ekki þegar hún sér þær.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)