Réttir og líkamsrćkt

Jćja ég fór í réttirnar og er komin heil heim. Ég varđ alveg rennblaut - og strákar ekki rennblaut eins og ţiđ hugsiđ fyrst. Ţađ rigndi allan tímann, en samt var drullugaman - viđ komum heim međ mikiđ af fé. Og allir voru hressir, ég fékk ađ drekka brennivín úr pelum hjá gömlu körlunum og svo var sungiđ af öllum lífs og sálar kröftum. Íslensk réttarstemming eins og hún gerist best.

Annars var ég ađ spá í ađ fara dálitla líkamsrćkt enn og aftur. Svona rétt til ađ skerpa á línunum - fá flottari rass og stćltari líkama. Held ađ ţađ sé best ađ ég fái mér einkaţjálfara, svona til ađ ýta eftir ţví ađ ég mćti á réttum tímum og geri réttu ćfingarnar. Ég á ţađ til ađ gleyma mér í rćktinni. Held stundum ađ ég hafi meiri áhuga á ađ horfa á fallega karlmenn en ađ hreyfa mig. En EKKI núna, ég ćtla ekki bara ađ mćta til ađ fantasera um strákana. :) Luv ya.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband